„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 16:01 Elín Metta Jensen er í öðru sæti í mörkum og í fimmta sæti í leikjum hjá kvennaliði Vals í efstu deild. @valurfotbolti Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Samningurinn er til eins árs en með möguleika á eins árs framlengingu. Valsarar eru að endurheimta landsliðskonu sem hefur farið mikinn á Hlíðarenda. Elín Metta er nefnilega að koma aftur heim í uppeldisfélagið sitt en hún lék síðast með Þrótti áður en hún tilkynnti óvænt að hún væri hætt löngu fyrir þrítugt. Elín Metta er næst markahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 132 mörk en hún er 27 mörkum á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Elín jafnar einnig leikjafjölda goðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttir í næsta leik en Ragnheiður er fjórða leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 184 leiki. „Það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur Valsara að fá Elínu Mettu til okkar á ný. Hér er hún uppalin og hefur heldur betur staðið sig vel fyrir félagið. Hún hefur verið að æfa með okkur upp á síðkastið og er komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn. Það verður gaman að sjá hana í Valsbúningnum í sumar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í frétt á miðlum Vals. Sjálf er Elín Metta í skýjunum með að vera komin aftur í Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. „Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur heim á Hlíðarenda. Það er margt spennandi í gangi í klúbbnum og leikmannahópurinn er mjög öflugur með góða blöndu af reynslumiklum og efnilegum leikmönnum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum,“ segir Elín Metta Jensen leikmaður Vals, við miðla Vals. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Samningurinn er til eins árs en með möguleika á eins árs framlengingu. Valsarar eru að endurheimta landsliðskonu sem hefur farið mikinn á Hlíðarenda. Elín Metta er nefnilega að koma aftur heim í uppeldisfélagið sitt en hún lék síðast með Þrótti áður en hún tilkynnti óvænt að hún væri hætt löngu fyrir þrítugt. Elín Metta er næst markahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 132 mörk en hún er 27 mörkum á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Elín jafnar einnig leikjafjölda goðsagnarinnar Ragnheiðar Víkingsdóttir í næsta leik en Ragnheiður er fjórða leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild með 184 leiki. „Það er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okkur Valsara að fá Elínu Mettu til okkar á ný. Hér er hún uppalin og hefur heldur betur staðið sig vel fyrir félagið. Hún hefur verið að æfa með okkur upp á síðkastið og er komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn. Það verður gaman að sjá hana í Valsbúningnum í sumar,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í frétt á miðlum Vals. Sjálf er Elín Metta í skýjunum með að vera komin aftur í Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. „Ég er mjög ánægð með að vera komin aftur heim á Hlíðarenda. Það er margt spennandi í gangi í klúbbnum og leikmannahópurinn er mjög öflugur með góða blöndu af reynslumiklum og efnilegum leikmönnum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum,“ segir Elín Metta Jensen leikmaður Vals, við miðla Vals. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti)
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira