„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 10:02 Elín Metta Jensen er mætt aftur í Valstreyjuna og tilbúin að láta til sín taka í sumar. Valur „Ég er bara spennt fyrir þessu tímabili og tek því hlutverki sem mér býðst í Val. Ég hlakka til að hjálpa til við það sem ég get,“ segir Elín Metta Jensen sem snýr aftur í Bestu deildina í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember. Elín Metta, sem er nýorðin þrítug, var mætt til æfinga með Val strax í febrúar, aðeins þremur mánuðum eftir barnsburð. „Ég fór nú frekar rólega af stað en mér finnst þetta búið að ganga vel. Maður verður auðvitað að hlusta á líkamann í svona endurkomu eftir barnsburð en það er búið að vera mjög gaman að geta komið aftur á æfingar og fengið útrás þar.“ Elín Metta mun í sumar taka slaginn með uppeldisfélagi sínu, sem hún raðaði inn mörkum fyrir fram til ársins 2022, en vill ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvenær hún byrjar að spila. Fyrsti leikur Vals er í Bestu deildinni er gegn FH á Hlíðarenda kl. 18 í kvöld. „Verð tilbúin þegar kallið kemur“ „Ég ætla að hlusta á þjálfarana og styrktarþjálfara í þessum efnum. Menn vilja stíga varlega til jarðar svo að meiðslahættan sé ekki mikil og ég skil það og virði það. Ég er því bara þolinmóð. Mér finnst mjög gaman að mæta á æfingar og svo sjáum við til hvernig þetta þróast. Það er erfitt að spá fyrir með svona endurkomur en það hefur verið stígandi hjá mér á æfingum og ég hef alveg fengið að heyra það. Þetta er spennandi áskorun,“ segir Elín Metta og bendir á að hún geti miðlað af sinni reynslu til yngri leikmanna Valsliðsins. „Mér líður ágætlega í skrokknum og verð tilbúin þegar kallið kemur. Auðvitað tekur maður bara því hlutverki sem manni er gefið af æðruleysi. Núna er ég kannski með reynslumeiri leikmönnum í hópnum svo það er ekki bara inni á vellinum sem ég get gefið af mér. Það er skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður,“ segir Elín Metta. Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum fyrir Val í gegnum tíðina. Alls hefur hún skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild fyrir Valsliðið og er 27 mörkum frá meti Margrétar Láru Viðarsdóttur.Vísir/Vilhelm Þessi mikli markaskorari er í tíunda sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi, með 16 mörk í 62 A-landsleikjum, og á í sínu safni fjóra Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og gullskó, auk þess að hafa verið valin leikmaður ársins 2019. Hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2022 en tók þá svo fram aftur og lék með Þrótti á lokakafla tímabilsins 2023. Elín Metta staldraði stutt við í Laugardalnum 2023.Vísir/Sigurjón „Valur stefnir alltaf á að vinna allt“ „Ég var byrjuð aftur í fótboltanum þarna með Þrótti og eignaðist svo barn. Þegar Valur heyrði svo í mér þá fannst mér spennandi að byrja að æfa aftur þar og það hefur verið mjög fínt. Ég kannast auðvitað ágætlega við mig þarna – byrjuð að mæta á völlinn þegar ég var svona þriggja ára. Mér líður vel þarna og er mjög ánægð með þjálfarana og leikmennina. Ég held að það séu spennandi tímar framundan hjá Val,“ segir Elín Metta en Valskonur mæta til leiks með nýtt þjálfarateymi, undir nýrri stjórn, eftir bikarmeistaratitil og 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár en Val 2. sæti. Valskonur unnu hins vegar Blika í Meistarakeppni KSÍ á föstudaginn. „Þetta eru tvö gríðarlega öflug lið og ég held að fleiri lið gætu blandað sér í slaginn. Það eru fjölmörg lið í deildinni búin að styrkja sig vel á síðustu árum og þetta fer alltaf að verða jafnara. En auðvitað stefnir Valur alltaf á að vinna allt. Breiðablik er líka með öflugan hóp. Þetta eru jöfn lið í dag svo það verður áfram gaman að mæta þeim en við þurfum líka að vera á tánum gagnvart öðrum liðum,“ segir Elín Metta. Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Elín Metta, sem er nýorðin þrítug, var mætt til æfinga með Val strax í febrúar, aðeins þremur mánuðum eftir barnsburð. „Ég fór nú frekar rólega af stað en mér finnst þetta búið að ganga vel. Maður verður auðvitað að hlusta á líkamann í svona endurkomu eftir barnsburð en það er búið að vera mjög gaman að geta komið aftur á æfingar og fengið útrás þar.“ Elín Metta mun í sumar taka slaginn með uppeldisfélagi sínu, sem hún raðaði inn mörkum fyrir fram til ársins 2022, en vill ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvenær hún byrjar að spila. Fyrsti leikur Vals er í Bestu deildinni er gegn FH á Hlíðarenda kl. 18 í kvöld. „Verð tilbúin þegar kallið kemur“ „Ég ætla að hlusta á þjálfarana og styrktarþjálfara í þessum efnum. Menn vilja stíga varlega til jarðar svo að meiðslahættan sé ekki mikil og ég skil það og virði það. Ég er því bara þolinmóð. Mér finnst mjög gaman að mæta á æfingar og svo sjáum við til hvernig þetta þróast. Það er erfitt að spá fyrir með svona endurkomur en það hefur verið stígandi hjá mér á æfingum og ég hef alveg fengið að heyra það. Þetta er spennandi áskorun,“ segir Elín Metta og bendir á að hún geti miðlað af sinni reynslu til yngri leikmanna Valsliðsins. „Mér líður ágætlega í skrokknum og verð tilbúin þegar kallið kemur. Auðvitað tekur maður bara því hlutverki sem manni er gefið af æðruleysi. Núna er ég kannski með reynslumeiri leikmönnum í hópnum svo það er ekki bara inni á vellinum sem ég get gefið af mér. Það er skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður,“ segir Elín Metta. Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum fyrir Val í gegnum tíðina. Alls hefur hún skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild fyrir Valsliðið og er 27 mörkum frá meti Margrétar Láru Viðarsdóttur.Vísir/Vilhelm Þessi mikli markaskorari er í tíunda sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi, með 16 mörk í 62 A-landsleikjum, og á í sínu safni fjóra Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og gullskó, auk þess að hafa verið valin leikmaður ársins 2019. Hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2022 en tók þá svo fram aftur og lék með Þrótti á lokakafla tímabilsins 2023. Elín Metta staldraði stutt við í Laugardalnum 2023.Vísir/Sigurjón „Valur stefnir alltaf á að vinna allt“ „Ég var byrjuð aftur í fótboltanum þarna með Þrótti og eignaðist svo barn. Þegar Valur heyrði svo í mér þá fannst mér spennandi að byrja að æfa aftur þar og það hefur verið mjög fínt. Ég kannast auðvitað ágætlega við mig þarna – byrjuð að mæta á völlinn þegar ég var svona þriggja ára. Mér líður vel þarna og er mjög ánægð með þjálfarana og leikmennina. Ég held að það séu spennandi tímar framundan hjá Val,“ segir Elín Metta en Valskonur mæta til leiks með nýtt þjálfarateymi, undir nýrri stjórn, eftir bikarmeistaratitil og 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár en Val 2. sæti. Valskonur unnu hins vegar Blika í Meistarakeppni KSÍ á föstudaginn. „Þetta eru tvö gríðarlega öflug lið og ég held að fleiri lið gætu blandað sér í slaginn. Það eru fjölmörg lið í deildinni búin að styrkja sig vel á síðustu árum og þetta fer alltaf að verða jafnara. En auðvitað stefnir Valur alltaf á að vinna allt. Breiðablik er líka með öflugan hóp. Þetta eru jöfn lið í dag svo það verður áfram gaman að mæta þeim en við þurfum líka að vera á tánum gagnvart öðrum liðum,“ segir Elín Metta.
Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira