Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 23:09 Bandaríkjaforseti og háskólasamfélagið bandaríska hafa eldað saman grátt silfur um árabil. AP/Alex Brandon Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag. Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Í lok mars greindi Bandaríkjastjórn frá því að hún hygðist endurskoða níu milljarða dala fjárveitingu til skólans. Sú upphæð nemur rúmri billjón íslenskra króna. Ástæðan var sögð sú að gyðingahatur fengi að grasséra í skólasamfélaginu en nemendur Harvard tóku líkt og nemendur þorra háskóla landsins í umfangsmiklum mótmælum gegn hernaði Ísraels í Palestínu og þátttöku Bandaríkjanna í honum. Meðal þeirra breytinga sem stjórnvöld fara fram á er að andlítsgrímur verði bannaðar á skólalóðinni. Nemendur sem tóku þátt í mótmælunum báru oft grímur til að koma í veg fyrir að borið yrði kennsl á þau. Þá fóru stjórnvöld fram á að skólayfirvöld tilkynntu nemendur sem eru „andvígir bandarískum gildum“ til stjórnvalda og að tryggt verði að hver fræðideild skólans búi að „fjölbreyttum sjónarmiðum,“ til þess átti að ráða inn utanaðkomandi aðila. Þetta tók Alan Garber, forseti skólans, ekki vel í og sagði það ekki stjórnvalda að ákveða hvað einkaskólar kenni, ráði eða rannsaki. Hann sagði vegið að akademísku frelsi skólans og að tilskipunin væri pólitískt klækjabragð. Við þessu brást Donald Trump Bandaríkjaforseti illa. Hann hótaði ekki bara að halda aftur af fjárveitingum til skólans heldur hótaði jafnframt að svipta skólann skattfrelsi. Háskólar auk góðgerðarsamtökum og trúarsamtökum eru undanþegnir alríkisskatti í Bandaríkjunum. Þessa undanþágu má þó svipta þá ef þeir eru taldir taka þátt í stjórnmálastarfi. „Kannski ætti Harvard að missa skattfrelsi sitt og verða skattlagt sem stjórnmálasamtök ætli hann að halda áfram að bera út pólitíska og hugmyndafræðilega „geðveiki“ innblásna af/til stuðnings hryðjuverkum?“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlum í dag.
Bandaríkin Donald Trump Háskólar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira