Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 20:23 Dómarar eru byrjaðir að deila við Donald Trump og það ekki í fyrsta sinn. Vísir/AP Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira