Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 16:24 Utanríkisráðherra ítrekar að íþróttamönnum sé frjálst að taka eigin ákvarðanir um þátttöku í keppnum, en þykir ákvörðun Hafþórs vera vonbrigði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með. Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með.
Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira