„Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 18:54 Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV Mynd: ÍBV ÍBV gerðu sér lítið fyrir og slógu Víking Reykjavík úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag með sannfærandi 3-0 sigri þegar liðin mættust á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. „Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum. Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
„Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum.
Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira