Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 08:03 Ancelotti hefur stýrt Real frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2013 til 2015. AP Photo/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“ Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Arsenal fór illa með Real Madríd þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Unnu Skytturnar einvígið 5-1 samanlagt og segja má að leikmenn Real hafi aldrei séð til sólar í leikjunum tveimur. Þá hefur verið greint frá því að hinn 65 ára Ancelotti klári að öllum líkindum ekki tímabilið með Real. Á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Athletic Bilbao sem fram fer síðar í dag, Páskasunnudag, sagði Ancelotti að það væru engin illindi á milli hans og forsetans. „Við erum með sömu hugmyndir, það eru engin illindi. Hver sá sem sagði það er að ljúga. Forsetinn sýnir meiri ástúð á augnablikum sem þessum heldur en þegar við vinnum.“ „Meistaradeildin er mikilvægasta keppnin fyrir alla. Hún er mikilvægust í sögu Madríd. En það er ekki satt að aðrar keppnir skipti engu. Sannleikurinn er sá að fólk efast um allt í þessum heimi. Að efast um félag sem hefur unnið nærri 30 titla á undanförnum áratug er frekar skrítið að mínu mati.“ „Eina sem ég vil er að þakka öllum þessum leikmönnum því hér hef ég átt frábæran tíma og mun halda því áfram. Þessi leikmenn hafa gefið mér tækifærið til að vinna Meistaradeildina tvívegis á undanförnum árum.“ „ég hef talað við leikmennina og félagið. Allir á sama máli, við munum berjast um þá titla sem eftir eru,“ sagði Ancelotti jafnframt en Real Madríd er enn í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn og komið í úrslit bikarkeppninnar. Samningur Ancelotti rennur út sumarið 2026 en hann hefur verið orðaður frá félaginu strax í þessum mánuði eða þá í sumar. Hann vildi þó ekki tjá sig um framtíðina. „Ég hef ekkert að segja. Eins og ég hef sagt áður, við munum ræða saman að leiktíðinni lokinni.“
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira