Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:06 Selenskí segir Rússa hafa haldið árásum sínum áfram í Kursk og Belgogrod en Rússar segja Úkraínumenn enn ráðast á Kherson. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59