Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 20:10 Ragnhildur Þórðardóttir er sálfræðingur og einkaþjálfari og skrifar reglulega pistla um allt sem viðkemur mataræði, líkamsrækt og heilsu. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana. Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“. Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“.
Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14
Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30