Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 20:10 Ragnhildur Þórðardóttir er sálfræðingur og einkaþjálfari og skrifar reglulega pistla um allt sem viðkemur mataræði, líkamsrækt og heilsu. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana. Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“. Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“.
Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14
Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“