Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar 22. apríl 2025 08:02 Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. Ég játa það fyrst að ég hafði ekki þekkt Oscar og mál hans þar til fréttirnar hermdu fyrir páska, og þekking mín um mál Oscars er öll úr fjölmiðlum. Mér sýnist ýmislegt skrítið við lögfræðileg atriði í úrskurðinum, en ég ætla ekki að tala um lögfræðileg atriði þar sem aðrir eru sérfræðingar um það. Mig langar frekar að tala um gildi mannúðar og kærleika í máli Oscars og í samfélagi okkar. „Með lögum skal land byggja,“ segjum við, og mér finnst það rétt. Ég virði að starfsfólk undir dómsmálayfirvöldum vinni daglega með þetta slagorð. En raunar byggist land eða samfélag ekki aðeins á lögum. Samfélag vantar fleiri hluti, meðal annars mannúð eða kærleika. Við erum nýbúin að fagna páskahátíð, en hvað er kjarni páskanna? Það er náð Guðs sem vill bjarga mönnum úr vandsamlegum syndum. Gerði Guð það vegna þess að það hefði verið lögbundið? Nei. Guð gerði það vegna kærleika. Mannúð eða kærleiki er ekki bundinn við lög. Hins vegar er heldur ekki hægt að byggja samfélag aðeins með kærleika. Samfélag vantar ákveðna skipulagningu til að halda öllu í röð og reglu. Þannig eru kærleiki og lagakerfi í sambýli hvort við annað í samfélagi. Samfélag þarfnast bæði lagakerfis og kærleika eða mannúðar. Þessa dagana sjáum við mörg atvik um morð eða ofbeldi í kringum okkur. Slík atvik brjóta lög auðvitað, en samtímis brjóta þau einnig hjörtu okkar allra í samfélagi. Þegar slæmt atvik á sér stað verðum við, sem erum ekki bein fórnarlömb, særð líka. Og það sem græðir sársauka okkar er kærleiki annarra og mannúð. Kærleikinn sem við sjáum hjá Svövu og Sonju í máli Oscars er samtímis orðinn kærleiki til okkar allra í samfélaginu og græðir sársauka okkar. Út af svona kærleika góðs fólks getum við haldið áfram í daglegu lífi okkar. Ég skora á stjórnendur í dómsmálayfirvöldum að endurskoða mál Oscars einu sinni enn og reyna að horfa á stærri mynd málsins. Oscar er nýorðinn 17 ára saklaus drengur. Dvöl hans á Íslandi er ekkert álag fyrir íslenska ríkið og skaðar hagsmuni einskis. Þvert á móti, er sú ákvörðun að vísa Oscari úr landi til Kólumbíu fyrirsjáanlega skaðleg. Ef við fordæmum það sem gerist núna í Gaza, verðum við að viðurkenna að ákvörðun um brottvísun Oscars er í eðli sínu af sama toga. Þessi brottvísun eyðileggur ekki aðeins líf Oscars heldur líka hjörtu Svövu, Sonju og margra annarra Íslendinga sem vilja lifa með kærleika, sem vilja viðhalda Íslandi sem þjóð með mannúð. Stöðvið brottvísun Oscars og leyfið honum að búa á Íslandi. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar