Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 09:17 Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, sem Netanjahú rak í síðasta mánuði. Hæstiréttur ógilti brottreksturinn. Vísir/EPA Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52