„Verðtryggða bakslagið“ tímabundið og býst við endurkomu nafnvaxtalánakerfis

Eftir mikla ásókn heimila í verðtryggða lánsfjármögnun á tímum hárra vaxta eru teikn á lofti um að „þetta verðtryggða bakslag“ verði skammvinnt samhliða því að verðbólgan fer núna lækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Hann telur að við séum að fara sjá endurkomu nafnvaxtalánakerfis, meðal annars vegna áherslu heimila á að byggja upp eigið fé, og bendir á að viðskiptabankarnir vilji sömuleiðis minnka vægi sitt í verðtryggðum útlánum.
Tengdar fréttir

Bankarnir farið „óvarlega“ þegar verðtryggingarmisvægi þeirra margfaldaðist
Mikill vöxtur í verðtryggðum útlánum stóru viðskiptabankanna til heimila og fyrirtækja án þess að þeir væru með verðtryggða fjármögnun á móti þeim eignum hefur valdið því að verðtryggingarmisvægi þeirra er í hæstu hæðum en seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi þar farið „heldur óvarlega.“ Meira en eitt ár er liðið síðan allar reglur sem kváðu á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkum voru afnumdar en frá þeim tíma hefur hins vegar verið óveruleg aukning í slíkum innstæðum.

Betra að byrja en bíða þangað til hagkerfið er „sannarlega komið í kreppu“
Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum.

Varar Seðlabankann við því að endurtaka fyrri mistök með hávaxtastefnu sinni
Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.