Lífið

Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós flugfreyja hjá Play, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Viðar á einn dreng úr fyrra sambandi.

Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Lítið kríli á leiðinni í október,“ skrifa þau við færsluna og deila mynd af hvítri samfellu, litlum skóm, blómvendi og sónarmyndum.

Nokkur aldursmunur er á parinu eða um þrettán ár. Viðar er fæddur árið 1990 og Sylvía árið 2003.

Viðar Örn spilar með bikarmeisturum KA í Bestu deildinni en hann á langan og farsælan feril að baki í boltanum. Viðar hefur meðal annars spilað í Noregi, Svíþjóð, Kína, Ísrael og Rússlandi. Hann hefur einnig spilað 32 landsleiki fyrir Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.