Innlent

Meintir hópnauðgarar á bann­lista og skemmtistaðaeigendur varaðir við

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mennirnir eru sagðir hafa haldið til á English Pub í Austurstræti. 
Mennirnir eru sagðir hafa haldið til á English Pub í Austurstræti.  Vísir/Vilhelm

Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 

Fréttastofa RÚV hefur þetta eftir Arnari Þór Gíslasyni, eiganda English Pub. 

Lögreglan hefur þrjá menn til rannsóknar vegna tveggja meintra hópnauðgana í Vesturbæ í Reykjavík í síðasta mánuði. Enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi en einn sætir farbanni. Réttargæslumaður kvennanna sem lögðu fram kærurnar segir að svo virðist sem um þaulskipulögð brot sé að ræða. 

Mennirnir eru sagðir hafa haldið til á skemmtistaðinn English Pub í Ausurstræti. RÚV hefur eftir Arnari Þór að lögregla hafi ekki haft samband við hann vegna málsins en hann telji sig þó vita hverjir mennirnir eru. Þeir séu bannaðir á staðnum og aðrir skemmtistaðaeigendur hafi verið varaðir við þeim. 

Hópnauðganirnar eru tvær af sex sem hafa komið á borð lögreglu það sem af er ári. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði þetta aukningu frá fyrri árum í samtali við fréttastofu í síðustu viku. 


Tengdar fréttir

Um­ræða um gróf kyn­ferðis­brot eigi ekki að snúast um þjóðerni ger­enda

Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni.

Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana

Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi.

Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur

Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×