Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar 25. apríl 2025 11:02 „Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hjálmar Jónsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun