Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar 25. apríl 2025 14:45 Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn)
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar