Erlent

Rússar segjast hafa hand­samað morðingja her­foringjans

Kjartan Kjartansson skrifar
Ignat Kuzin (t.h.), maðurinn sem rússnesk yfirvöld segja að hafi myrt Jaroslav Moskalik með bílsprengju á föstudag. Kuzin á að hafa sagt lögreglu að hann hafi fengið greitt frá Úkraínumönnum fyrir morðið.
Ignat Kuzin (t.h.), maðurinn sem rússnesk yfirvöld segja að hafi myrt Jaroslav Moskalik með bílsprengju á föstudag. Kuzin á að hafa sagt lögreglu að hann hafi fengið greitt frá Úkraínumönnum fyrir morðið. AP/alríkislögregla Rússlands

Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum heforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið.

Jaroslav Moskalik, undirhershöfðingi og fulltrúi í herforingjaráði Rússlands, lést þegar bílsprengja sprakk í Balashikha, úthverfi Moskvu, á föstudag. Hann var 59 ára gamall.

Rússneska alríkislögreglan segir nú að Ignat Kuzin, maður sem hún hefur í haldi vegna morðsins, hafi játað sig sekan um hryðjuverk. Hann hafi fengið greitt frá úkraínsku leyniþjónustunni fyrir að ráða Moskalik af dögum.

Þetta er annað drápið á hátt settum mönnum innan rússneska hersins á fjórum mánuðum sem rússnesk stjórnvöld saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð á. Igor Kirillov, undirhershöfðingi, lést þegar sprengja sprakk í rafhlaupahjóla sem var lagt fyrir utan heimili hans í Moskvu í desember.

Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um morðið á Moskalik frekar en önnur tilræði sem Rússar hafa sakað þau um að hafa staðið að baki.


Tengdar fréttir

Skot­mark sprengingar í Moskvu her­foringi frá Austur-Úkraínu

Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar.

Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum

Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×