Ástfangnar í fjörutíu ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. apríl 2025 13:35 Jóhanna og Jónína kynntust árið 1984 á Höfn í Hornarfirði. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir rithöfundur, fagna fjörutíu ára sambandsafmæli sínu í dag. Jóhanna og Jónína höfðu hvorugar átt í ástarsambandi við konu áður en þær kynntust árið 1985. Árið 2010 gengu þær í hjónaband, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Þá var Jóhanna forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims. Í tilefni tímamótanna skrifaði Jónína einlæga færslu á Facebook um samband þeirra hjóna. „Í dag eru fjörutíu ár frá fremur vandræðalegu samtali, á Höfn í Hornafirði, sem markaði upphaf samband okkar Jóhönnu. Eftir þá örlagaríku kvöldstund tóku við fimmtán flókin ár í felum en loks langþráð sambúð frá aldamótum á mun lygnari sjó, þótt forsætisráðherratíð Jóhönnu eftir bankahrunið hafi nú ekki verið neinn dans á rósum. En lífið er bland í poka og við erum þakklátar fyrir allt það góða sem við höfum fengið að njóta á þessum fjórum áratugum,“ skrifar Jónína við færsluna. Fyrsti samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims Árið 2013 gaf Jónína út bókina, Við Jóhanna, sem segir frá þrjátíu ára sambandi hennar og Jóhönnu. Fyrir það höfðu þær haldið sambandi þeirra utan sviðsljóssins. „Við höfum alla tíð lagt kapp á að halda einkalífinu út af fyrir okkur en nú finnst okkur kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu sögu sem spannar tæpa þrjá áratugi,“ sagði Jónína í tilkynningu frá Máli og menningu sem gaf bókina út sama ár. Jóhanna og Jónína eiga samtals þrjá syni úr fyrri samböndum. Ástin og lífið Tímamót Hinsegin Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Jóhanna og Jónína höfðu hvorugar átt í ástarsambandi við konu áður en þær kynntust árið 1985. Árið 2010 gengu þær í hjónaband, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Þá var Jóhanna forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims. Í tilefni tímamótanna skrifaði Jónína einlæga færslu á Facebook um samband þeirra hjóna. „Í dag eru fjörutíu ár frá fremur vandræðalegu samtali, á Höfn í Hornafirði, sem markaði upphaf samband okkar Jóhönnu. Eftir þá örlagaríku kvöldstund tóku við fimmtán flókin ár í felum en loks langþráð sambúð frá aldamótum á mun lygnari sjó, þótt forsætisráðherratíð Jóhönnu eftir bankahrunið hafi nú ekki verið neinn dans á rósum. En lífið er bland í poka og við erum þakklátar fyrir allt það góða sem við höfum fengið að njóta á þessum fjórum áratugum,“ skrifar Jónína við færsluna. Fyrsti samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims Árið 2013 gaf Jónína út bókina, Við Jóhanna, sem segir frá þrjátíu ára sambandi hennar og Jóhönnu. Fyrir það höfðu þær haldið sambandi þeirra utan sviðsljóssins. „Við höfum alla tíð lagt kapp á að halda einkalífinu út af fyrir okkur en nú finnst okkur kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu sögu sem spannar tæpa þrjá áratugi,“ sagði Jónína í tilkynningu frá Máli og menningu sem gaf bókina út sama ár. Jóhanna og Jónína eiga samtals þrjá syni úr fyrri samböndum.
Ástin og lífið Tímamót Hinsegin Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira