Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 18:53 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira