„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2025 21:36 Sölvi Geir kvaðst sáttur með framlag sinna manna og hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum. vísir / diego „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira