Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 29. apríl 2025 14:40 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira