Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 14:59 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn. Vísir/Einar Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna. Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna.
Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira