Lífið

Segir net­heima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik.
Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik. Getty

Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum.

Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. 

Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim

Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull.

Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum.

„Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum.

Svarar ofbeldi netverja með ást

„Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum.

„Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. 

Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar.

„Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.