Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2025 19:02 Kristrún Frostadóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að ræða samskipti forsætisráðuneytisins í máli sem snertir þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks situr í nefndinni og spurði forsætisráðherra út í málið ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Visir/Anton Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira