Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar 1. maí 2025 10:00 Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. Þeir kváðu á um að íslenzkum vörum skyldi áfram gert hátt undir höfði í Fríhöfninni og að rekstraraðili Fríhafnarinnar skyldi sýna „samfélagslega ábyrgð“ með því að styðja minni fyrirtæki. Stórtjón, hvort sem gengið er að afarkostum eða ekki Það hefur ekki orðið raunin. Fríhöfnin er mikilvægasti útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til að mynda snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Í sumum tilvikum fer meirihluti veltu þessara fyrirtækja í gegnum Fríhöfnina. Heinemann hefur sett fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt þannig að þýzka fyrirtækið nái 60-70% framlegð af vörum þeirra, að veita mun ríflegri greiðslufrest en verið hefur og jafnvel taka þátt í starfsmannakostnaði, vilji þau að starfsmenn Fríhafnarinnar hafi þekkingu á vörunum. Það er rétt að taka fram að ekki stendur til að lækka verð til farþega á flugvellinum, heldur vill Heinemann mun hærri framlegð en Fríhöfnin hefur hingað til tekið til sín. Hér eru innlendu framleiðslufyrirtækin algjörlega á milli steins og sleggju. Það er í raun sama hvort þau ganga að skilmálum Heinemann eða hafna þeim, reksturinn stórskaðast við það. Ef gengið er að afarkostunum, lækka tekjurnar um tugi prósenta. Ef þeim er hafnað, eiga fyrirtækin á hættu að missa sinn stærsta útsölustað. Þau geta ekki snúið sér til annarra söluaðila á Keflavíkurflugvelli, enda leyfa samningar Isavia það ekki. Hvað gera samkeppnisyfirvöld og ráðuneytin? Samkeppnisyfirvöld hafa skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Íslenzka ríkið hefur augljóslega komið einkafyrirtækinu Heinemann í ráðandi stöðu á þeim markaði. Samkeppnislögin gera kröfu um að markaðsráðandi fyrirtæki misbeiti ekki stöðu sinni og ekki verður öðru trúað en að Samkeppniseftirlitið stígi hér inn í, en Félag atvinnurekenda hefur sent SE ábendingar um háttsemi Heinemann. Samkeppniseftirlitið hefur áður komizt að þeirri niðurstöðu að Isavia viðhafi margvíslega samkeppnishamlandi háttsemi. Þau mál voru reifuð í áliti SE nr. 1/2022 og orðaði forstjóri eftirlitsins það þannig í fréttatilkynningu að ýmis mál, sem upp hafa komið á undanförnum árum, vektu „áleitnar spurningar um það hvernig Isavia nálgast samkeppni og samkeppnismál“ og bæta þyrfti stefnumörkun stjórnvalda. SE beindi síðan tilmælum í átta liðum til fjármálaráðuneytisins og þeirra ráðuneyta sem fara með samgöngu- og ferðamál, m.a. um að settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga Isavia, þar sem samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Rúmlega þrjú ár eru liðin frá útgáfu álitsins og ekkert hefur heyrzt af slíkum reglum stjórnvalda. Gilda EES-reglur ekki um einkavædda einkasölu? Það eru ekki eingöngu innlendir framleiðendur, sem hafa mætt nýju viðmóti hjá hinum nýja rekstraraðila Fríhafnarinnar. Fyrirtækið neitar líka að skipta við ýmsa innlenda birgja sem flytja inn vörur sem hafa verið vinsælar í Fríhöfninni. Engar athugasemdir er hægt að gera við að Heinemann kaupi vörur frá alþjóðlegum framleiðendum þar sem það fær hagstæðust kjör, en það hefur komið innlendum birgjum á óvart að jafnvel þótt þeir bjóði, í samstarfi við alþjóðlega framleiðendur, það verð sem Heinemann krefst, er viðskiptunum engu að síður hafnað. Eftir langt þref við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lét fjármálaráðuneytið undan og viðurkenndi árið 2019 að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli væri í raun ríkiseinkasala með áfengi, í skilningi 16. greinar EES-samningsins. Þetta þýddi að tollalögum var breytt og fyrir þremur árum var sett reglugerð um vöruvalsreglur vegna innkaupa Fríhafnarinnar á áfengi, sem kveða á um gegnsæi og jafnræði í innkaupum. Þessar reglur væru ákveðin vörn gegn viðskiptaháttum eins og þeim, sem að ofan er lýst, enda kveða þær m.a. á um að veita skuli rökstuðning fyrir því að tilboðum sé hafnað. Í 16. grein EES-samningsins kemur skýrt fram að hún gildi „einnig um einkasölur sem ríki hafa fengið öðrum í hendur.“ FA óskaði með bréfi 20. marz sl. eftir staðfestingu fjármálaráðuneytisins á að reglurnar giltu áfram um Fríhöfnina þótt Isavia tæki við rekstrinum. Ráðuneytið var furðulengi að svara, sem bendir til að þegar farið var í útboðið á rekstri áfengiseinkasölunnar á Keflavíkurflugvelli hafi menn þar á bæ ekki verið búnir að skoða hvaða reglur skyldu gilda. Svarið barst 10. apríl og er afstaða ráðuneytisins sú að allt annað eigi við um Heinemann en hina ríkisreknu fríhafnarverzlun. 16. grein EES-samningsins eigi ekki við og Heinemann sé því ekki bundið af vöruvalsreglunum. FA heldur sig við þá afstöðu að það skipti ekki máli með hvaða hætti EES-ríki fela öðrum í hendur einkasölu. Staða Fríhafnarinnar er nákvæmlega sú sama að því leyti fyrir og eftir að Heinemann tekur við rekstrinum. Það er erfitt að trúa því að íslenzka ríkið haldi því fram að með því að framselja einokunina til einkaaðila eigi ekki að gilda um hana þær reglur, sem hafa verið í gildi síðustu ár. Félagið hefur bent ESA á þessi svör og stofnunin er með málið til skoðunar. Það tekur hins vegar tíma og á meðan hagar Heinemann sér bara eins og fyrirtækinu sýnist gagnvart áfengisbirgjum og öðrum, í boði fjármálaráðuneytisins. Stjórnvöld bera ábyrgð Í erindi sínu til fjármálaráðuneytisins spurði FA einnig hvað liði vinnu ráðuneytisins og eftir atvikum annarra ráðuneyta við að hrinda í framvæmd áðurnefndum tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því 2022. Því taldi ráðuneytið ekki fært að svara strax, en sagði „úrvinnslu standa yfir“. Enn hafa engin svör borizt, sem bendir til þess að eitthvað lítið hafi gerzt í málinu. Rétt er að hafa í huga að það er íslenzka ríkið sem hefur komið Heinemann í þá stöðu að geta ráðið örlögum íslenzkra fyrirtækja með þeim hætti sem að ofan er lýst. Isavia er í eigu ríkisins og fjármálaráðherra skipar stjórn fyrirtækisins. Það er sömuleiðis ríkisins að setja reglur um samkeppni og viðskiptahætti á Keflavíkurflugvelli - og tryggja að farið sé eftir þeim. Nýr fjármálaráðherra, sem er nýlega búinn að endurskipa stjórn Isavia, getur ekki firrt sig ábyrgð á þeim viðskiptaháttum sem nú eru viðhafðir á Keflavíkurflugvelli. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. Þeir kváðu á um að íslenzkum vörum skyldi áfram gert hátt undir höfði í Fríhöfninni og að rekstraraðili Fríhafnarinnar skyldi sýna „samfélagslega ábyrgð“ með því að styðja minni fyrirtæki. Stórtjón, hvort sem gengið er að afarkostum eða ekki Það hefur ekki orðið raunin. Fríhöfnin er mikilvægasti útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til að mynda snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Í sumum tilvikum fer meirihluti veltu þessara fyrirtækja í gegnum Fríhöfnina. Heinemann hefur sett fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt þannig að þýzka fyrirtækið nái 60-70% framlegð af vörum þeirra, að veita mun ríflegri greiðslufrest en verið hefur og jafnvel taka þátt í starfsmannakostnaði, vilji þau að starfsmenn Fríhafnarinnar hafi þekkingu á vörunum. Það er rétt að taka fram að ekki stendur til að lækka verð til farþega á flugvellinum, heldur vill Heinemann mun hærri framlegð en Fríhöfnin hefur hingað til tekið til sín. Hér eru innlendu framleiðslufyrirtækin algjörlega á milli steins og sleggju. Það er í raun sama hvort þau ganga að skilmálum Heinemann eða hafna þeim, reksturinn stórskaðast við það. Ef gengið er að afarkostunum, lækka tekjurnar um tugi prósenta. Ef þeim er hafnað, eiga fyrirtækin á hættu að missa sinn stærsta útsölustað. Þau geta ekki snúið sér til annarra söluaðila á Keflavíkurflugvelli, enda leyfa samningar Isavia það ekki. Hvað gera samkeppnisyfirvöld og ráðuneytin? Samkeppnisyfirvöld hafa skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Íslenzka ríkið hefur augljóslega komið einkafyrirtækinu Heinemann í ráðandi stöðu á þeim markaði. Samkeppnislögin gera kröfu um að markaðsráðandi fyrirtæki misbeiti ekki stöðu sinni og ekki verður öðru trúað en að Samkeppniseftirlitið stígi hér inn í, en Félag atvinnurekenda hefur sent SE ábendingar um háttsemi Heinemann. Samkeppniseftirlitið hefur áður komizt að þeirri niðurstöðu að Isavia viðhafi margvíslega samkeppnishamlandi háttsemi. Þau mál voru reifuð í áliti SE nr. 1/2022 og orðaði forstjóri eftirlitsins það þannig í fréttatilkynningu að ýmis mál, sem upp hafa komið á undanförnum árum, vektu „áleitnar spurningar um það hvernig Isavia nálgast samkeppni og samkeppnismál“ og bæta þyrfti stefnumörkun stjórnvalda. SE beindi síðan tilmælum í átta liðum til fjármálaráðuneytisins og þeirra ráðuneyta sem fara með samgöngu- og ferðamál, m.a. um að settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga Isavia, þar sem samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Rúmlega þrjú ár eru liðin frá útgáfu álitsins og ekkert hefur heyrzt af slíkum reglum stjórnvalda. Gilda EES-reglur ekki um einkavædda einkasölu? Það eru ekki eingöngu innlendir framleiðendur, sem hafa mætt nýju viðmóti hjá hinum nýja rekstraraðila Fríhafnarinnar. Fyrirtækið neitar líka að skipta við ýmsa innlenda birgja sem flytja inn vörur sem hafa verið vinsælar í Fríhöfninni. Engar athugasemdir er hægt að gera við að Heinemann kaupi vörur frá alþjóðlegum framleiðendum þar sem það fær hagstæðust kjör, en það hefur komið innlendum birgjum á óvart að jafnvel þótt þeir bjóði, í samstarfi við alþjóðlega framleiðendur, það verð sem Heinemann krefst, er viðskiptunum engu að síður hafnað. Eftir langt þref við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lét fjármálaráðuneytið undan og viðurkenndi árið 2019 að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli væri í raun ríkiseinkasala með áfengi, í skilningi 16. greinar EES-samningsins. Þetta þýddi að tollalögum var breytt og fyrir þremur árum var sett reglugerð um vöruvalsreglur vegna innkaupa Fríhafnarinnar á áfengi, sem kveða á um gegnsæi og jafnræði í innkaupum. Þessar reglur væru ákveðin vörn gegn viðskiptaháttum eins og þeim, sem að ofan er lýst, enda kveða þær m.a. á um að veita skuli rökstuðning fyrir því að tilboðum sé hafnað. Í 16. grein EES-samningsins kemur skýrt fram að hún gildi „einnig um einkasölur sem ríki hafa fengið öðrum í hendur.“ FA óskaði með bréfi 20. marz sl. eftir staðfestingu fjármálaráðuneytisins á að reglurnar giltu áfram um Fríhöfnina þótt Isavia tæki við rekstrinum. Ráðuneytið var furðulengi að svara, sem bendir til að þegar farið var í útboðið á rekstri áfengiseinkasölunnar á Keflavíkurflugvelli hafi menn þar á bæ ekki verið búnir að skoða hvaða reglur skyldu gilda. Svarið barst 10. apríl og er afstaða ráðuneytisins sú að allt annað eigi við um Heinemann en hina ríkisreknu fríhafnarverzlun. 16. grein EES-samningsins eigi ekki við og Heinemann sé því ekki bundið af vöruvalsreglunum. FA heldur sig við þá afstöðu að það skipti ekki máli með hvaða hætti EES-ríki fela öðrum í hendur einkasölu. Staða Fríhafnarinnar er nákvæmlega sú sama að því leyti fyrir og eftir að Heinemann tekur við rekstrinum. Það er erfitt að trúa því að íslenzka ríkið haldi því fram að með því að framselja einokunina til einkaaðila eigi ekki að gilda um hana þær reglur, sem hafa verið í gildi síðustu ár. Félagið hefur bent ESA á þessi svör og stofnunin er með málið til skoðunar. Það tekur hins vegar tíma og á meðan hagar Heinemann sér bara eins og fyrirtækinu sýnist gagnvart áfengisbirgjum og öðrum, í boði fjármálaráðuneytisins. Stjórnvöld bera ábyrgð Í erindi sínu til fjármálaráðuneytisins spurði FA einnig hvað liði vinnu ráðuneytisins og eftir atvikum annarra ráðuneyta við að hrinda í framvæmd áðurnefndum tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því 2022. Því taldi ráðuneytið ekki fært að svara strax, en sagði „úrvinnslu standa yfir“. Enn hafa engin svör borizt, sem bendir til þess að eitthvað lítið hafi gerzt í málinu. Rétt er að hafa í huga að það er íslenzka ríkið sem hefur komið Heinemann í þá stöðu að geta ráðið örlögum íslenzkra fyrirtækja með þeim hætti sem að ofan er lýst. Isavia er í eigu ríkisins og fjármálaráðherra skipar stjórn fyrirtækisins. Það er sömuleiðis ríkisins að setja reglur um samkeppni og viðskiptahætti á Keflavíkurflugvelli - og tryggja að farið sé eftir þeim. Nýr fjármálaráðherra, sem er nýlega búinn að endurskipa stjórn Isavia, getur ekki firrt sig ábyrgð á þeim viðskiptaháttum sem nú eru viðhafðir á Keflavíkurflugvelli. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun