„Þetta er ömurleg staða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 19:06 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur.
Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent