Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 20:36 Janus Daði átti virkilega fínan leik. EPA-EFE/Sandor Ujvari Pick Szeged lagði stórlið Barcelona með eins marks mun í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í handbolta. Því miður vann Barcelona fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og fer því áfram. Spennan var mikil í Katalóníu í kvöld og snemma ljóst að gestirnir myndu selja sig dýrt. Ef Börsungar héldu að leikurinn yrði þægilegur þar sem þeir unnu fyrri leikinn í Ungverjalandi með þremur mörkum þá kom annað á daginn. Gestirnir voru einu marki yfir þegar Börsungar skoruðu fimm í röð og voru allt í einu komnir fjórum mörkum yfir, staðan 15-11 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Gestirnir klóruðu í bakkann og staðan 16-14 í hálfleik. OTP Bank - PICK Szeged are still in the game thanks to this collective masterclass 👏#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/I2wDwQJAGg— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Gestirnir sýndu hvað í sér bjó í síðari hálfleik og þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka leiddu Ungverjarnir með tveimur mörkum. Á endanum unnu þeir leikinn með einu marki, lokatölur í Katalóníu 29-30. Það dugði því miður ekki til en heimildarmaður Vísis á leiknum segir að dómgæslan hafi verið heimamönnum hliðholl. Despite the loss, Barça are headed to Cologne!🇪🇸 Barça 29:30 (56-54 on aggregate) OTP Bank - PICK Szeged 🇭🇺#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/qjolkCT3zI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Janus Daði skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sebastian Frimmel var hins vegar markahæstur í liði Pick Szeged með 10 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum. 1. maí 2025 18:39 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Spennan var mikil í Katalóníu í kvöld og snemma ljóst að gestirnir myndu selja sig dýrt. Ef Börsungar héldu að leikurinn yrði þægilegur þar sem þeir unnu fyrri leikinn í Ungverjalandi með þremur mörkum þá kom annað á daginn. Gestirnir voru einu marki yfir þegar Börsungar skoruðu fimm í röð og voru allt í einu komnir fjórum mörkum yfir, staðan 15-11 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Gestirnir klóruðu í bakkann og staðan 16-14 í hálfleik. OTP Bank - PICK Szeged are still in the game thanks to this collective masterclass 👏#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/I2wDwQJAGg— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Gestirnir sýndu hvað í sér bjó í síðari hálfleik og þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka leiddu Ungverjarnir með tveimur mörkum. Á endanum unnu þeir leikinn með einu marki, lokatölur í Katalóníu 29-30. Það dugði því miður ekki til en heimildarmaður Vísis á leiknum segir að dómgæslan hafi verið heimamönnum hliðholl. Despite the loss, Barça are headed to Cologne!🇪🇸 Barça 29:30 (56-54 on aggregate) OTP Bank - PICK Szeged 🇭🇺#ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/qjolkCT3zI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2025 Janus Daði skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sebastian Frimmel var hins vegar markahæstur í liði Pick Szeged með 10 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum. 1. maí 2025 18:39 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum. 1. maí 2025 18:39
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni