Innlent

Grunaður um að hafa frelsissvipt ferða­mann

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregluþjónar standa fyrir utan hús Orlofsnefndar húsmæðra að Hverfisgötu 69.
Lögregluþjónar standa fyrir utan hús Orlofsnefndar húsmæðra að Hverfisgötu 69. Thorgeir Olafsson

Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV.

Greint var frá fyrr í morgun að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu. Sérsveitin var einnig kölluð á vettvang en atvikið átti sér stað um klukkan átta. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu líkt og sést á ljósmyndum sem bárust fréttastofu.

„Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í morgun.

RÚV greinir nú frá því að maðurinn hafi tekið erlendan ferðmann í gíslingu á heimili sínu við Hverfisgötu. Þá segir að hann hafi oft komist í kast við lögin en stutt er síðan hann lauk afplánun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×