Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 13:46 Málið varðar ógnarstóra jörð sem Kópavogur tók eignarnámi að hluta. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur til skoðunar að taka einn anga Vatnsendamálsins fyrir. Dómstóllinn beinir heldur hvössum spurningum til íslenska ríkisins hvað varðar málsmeðferð málsins í Hæstarétti. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú til meðferðar beiðni Karls Lárusar Hjaltested, yngsta sonar Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, um að taka mál erfingja Sigurðar á hendur Kópavogsbæ fyrir. Hæstiréttur staðfesti árið 2023 sýknu Kópavogsbæjar í langdregnu Vatnsendamáli, þar sem hluti erfingja Sigurðar krafðist 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Átti jörðina en erfingjar fengu ekki krónu Á vef Mannréttindadómstólsins má sjá reifun á málin en í stuttu máli á það rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Árið 2023 komst Hæstiréttur svo að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að hafa átt beinan eignarrétt að landinu ætti dánarbú Sigurðar engan rétt á eignarnámsbótum þar sem beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis, án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Of mikið lagt á herðar einstaklingi Mannréttindadómstóllinn beinir nokkrum spurningum til aðila málsins. Í fyrsta lagi er Karl Lárus spurður hvort hann hafi beinna hagsmuna að gæta í málinu, hvort hann geti talist fórnarlamb meintrar óréttlátrar málsmeðferðar þar sem málið varðaði réttindi dánarbús föður hans ekki hans sjálfs og loks hvort hann hefði tæmt öll innlend úrræði. Dómstóllinn spyr íslenska ríkið hvort of mikið hefði verið lagt á herðar Karli Lárusi sem einstaklingi með því að taka Vatnsenda eignarnámi án þess að hann fengi nokkuð fyrir. Það er að segja hvort gengið hafi verið á eignarréttindi hans í trássi við mannréttindasáttmála Evrópu. Loks spyr dómstóllinn ríkið hvort málsmeðferð málsins hefði verið innan tímamarka mannréttindasáttmálans. Hann mælir fyrir um að leysa skuli úr málum innan hæfilegs tíma. Deilur um Vatnsendaland Dómsmál Kópavogur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum. 4. apríl 2025 15:17 Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. 6. febrúar 2025 17:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú til meðferðar beiðni Karls Lárusar Hjaltested, yngsta sonar Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, um að taka mál erfingja Sigurðar á hendur Kópavogsbæ fyrir. Hæstiréttur staðfesti árið 2023 sýknu Kópavogsbæjar í langdregnu Vatnsendamáli, þar sem hluti erfingja Sigurðar krafðist 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Átti jörðina en erfingjar fengu ekki krónu Á vef Mannréttindadómstólsins má sjá reifun á málin en í stuttu máli á það rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Árið 2023 komst Hæstiréttur svo að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að hafa átt beinan eignarrétt að landinu ætti dánarbú Sigurðar engan rétt á eignarnámsbótum þar sem beinn eignarréttur Vatnsenda, sem Sigurður hefði hlotið með erfðaskránni frá 1938, hefði verið formlegs eðlis, án fjárgildis og því verðlaus í höndum rétthafans frá upphafi. Of mikið lagt á herðar einstaklingi Mannréttindadómstóllinn beinir nokkrum spurningum til aðila málsins. Í fyrsta lagi er Karl Lárus spurður hvort hann hafi beinna hagsmuna að gæta í málinu, hvort hann geti talist fórnarlamb meintrar óréttlátrar málsmeðferðar þar sem málið varðaði réttindi dánarbús föður hans ekki hans sjálfs og loks hvort hann hefði tæmt öll innlend úrræði. Dómstóllinn spyr íslenska ríkið hvort of mikið hefði verið lagt á herðar Karli Lárusi sem einstaklingi með því að taka Vatnsenda eignarnámi án þess að hann fengi nokkuð fyrir. Það er að segja hvort gengið hafi verið á eignarréttindi hans í trássi við mannréttindasáttmála Evrópu. Loks spyr dómstóllinn ríkið hvort málsmeðferð málsins hefði verið innan tímamarka mannréttindasáttmálans. Hann mælir fyrir um að leysa skuli úr málum innan hæfilegs tíma.
Deilur um Vatnsendaland Dómsmál Kópavogur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum. 4. apríl 2025 15:17 Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. 6. febrúar 2025 17:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum. 4. apríl 2025 15:17
Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega. 6. febrúar 2025 17:15