Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar 2. maí 2025 12:02 Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun