Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 13:16 Bruno Fernandes skoraði tvö mörk gegn Athletic Bilbao. getty/Maciej Rogowski Flest bendir til þess að Manchester United og Tottenham mætist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðin unnu örugga sigra í undanúrslitum keppninnar í gær. United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47
Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32
Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32