Lífið

Þakka að­dá­endum fyrir að hafa fjár­magnað nýja húsið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Daði og Árný Fjóla hæstánægð með nýja slotið. 
Daði og Árný Fjóla hæstánægð með nýja slotið.  Facebook/Daði Freyr

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Eurovisionpar og meðlimir í popphljómsveitinni Daða og gagnamagninu, hafa fest kaup á einbýlishúsi. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir tíu ára dvöl í Berlín.

„Við keyptum okkur hús! Borguðum fyrir það með peningum sem söfnuðust af sölu á listinni okkar. Mig óraði aldrei fyrir að geta sagt það,“ segir í færslu frá Daða á Facebook

„Takk fyrir allt. Þetta er ykkur að þakka.“

Í samtali við blaðamann Vísis í nóvember sagði Daði frá áformum þeirra um flutninga til Íslands. 

„Annars er það stærsta í þessu að við erum að stefna á að flytja til Íslands aftur, í fyrsta skipti í tíu ár svo það verður heljarinnar breyting. Ég ætla að setja upp góða vinnuaðstöðu þar og halda áfram mínu striki í tónlistinni en prófa að gera það frá Íslandi.“


Tengdar fréttir

Breytt útlit Daða Freys vekur athygli

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár. 

Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry

Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.