Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 11:04 Vladímír Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. AP/RIA/Alexei Danichev Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira