Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 11:07 Manchester United er í afar góðri stöðu í baráttunni við Athletic Bilbao um sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, eftir 3-0 útisigur í fyrri leik liðanna. EPA/Luis Tejido Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki réttlátt að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og núgildandi reglur UEFA kveða á um. Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira