Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 11:07 Manchester United er í afar góðri stöðu í baráttunni við Athletic Bilbao um sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, eftir 3-0 útisigur í fyrri leik liðanna. EPA/Luis Tejido Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki réttlátt að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og núgildandi reglur UEFA kveða á um. Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira