„Ástandið er að versna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:39 Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum ræddi hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58