Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 09:09 Marcel Ciolacu, forsætisráðherra, þegar hann greindi fréttamönnum frá ákvörðun sinni um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Vísir/EPA Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna. Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna.
Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52