„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 10:02 Hlynur Bæringsson var Just wingin' it maður leiksins í Garðabæ í gær og viðurkenndi að hann þekkti kjúklingavængjastaðinn ansi vel. Stöð 2 Sport „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira