„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 12:17 Konan ók bílnum gegnum strandavíðinn og utan í hús Axels. Hún reyndi síðan að spóla í burtu. Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. „Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega. Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega.
Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira