Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 20:30 Salvador Sobral, Daði Freyr og Jesse Matador vilja allir að Ísrael fái ekki að taka þátt í Eurovision. Brendan Hoffman/Baldur Kristjáns/Nigel Waldron Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira