Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. maí 2025 22:15 Dagur segir að þegar stjórnvöld geti innheimt hærri veiðigjöld sé hægt að halda svo áfram að fjárfesta í innviðum og samgöngum. Vísir/Einar Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18