Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. maí 2025 08:53 Nýr páfi, Leó XIV, heitir Robert Francis Prevost að skírnarnafni og er frá Chicago í Bandaríkjunum. AP Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Leó fjórtándi páfi Tengdar fréttir Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35
Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16