Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 09:02 Shane Richardson lést í slysinu. Hann skilur eftir sig tvær ungar dætur. Instagram Banaslys varð í mótorhjólakeppni á Bretlandi í fyrradag. Ellefu mótorhjól lentu saman með þeim afleiðingum að tveir létust og einn hálsbrotnaði. „Það var ekkert hægt að gera,“ segir einn þeirra sem lenti í slysinu. Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“ Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“
Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira