Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 09:02 Shane Richardson lést í slysinu. Hann skilur eftir sig tvær ungar dætur. Instagram Banaslys varð í mótorhjólakeppni á Bretlandi í fyrradag. Ellefu mótorhjól lentu saman með þeim afleiðingum að tveir létust og einn hálsbrotnaði. „Það var ekkert hægt að gera,“ segir einn þeirra sem lenti í slysinu. Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“ Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“
Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira