Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 11:02 Donald Trump og Gianni Infantino fóru yfir málin á fundi verkefnastjórnar bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna HM í fótbolta 2026. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira