Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 06:02 Frans páfi á ferð um Péturstorg, skömmu áður en hann lést í apríl. AP/Andrew Medichini Nánast fram á sitt síðasta reyndi Frans páfi að koma skikki á fjármál hins vellauðuga smáríkis, Vatíkansins. Þrátt fyrir miklar tilraunir í rúman áratug átti páfinn ekki erindi sem erfiði. Rekstrarhalli Páfagarðs þrefaldaðist í valdatíð Frans og stendur eftirlaunasjóður smáríkisins frammi fyrir allt að tveggja milljarða evra skuldbindingum sem óvíst er hvort hægt sé að greiða. Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar. Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar.
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira