Williams bræður ekki til Manchester Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 14:33 Nico og Inaki Williams verður hvorugur með á Old Trafford. Jay Barratt - AMA/Getty Images Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0. Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira