Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2025 07:00 Sífellt styttist sá tími sem fyrirtæki ná að vera á listum yfir stærstu fyrirtækin og nú þegar tækniframfarir stefna í að verða hraðari en nokkru sinni fyrr, segir Davor Culjak hjá Resonate Digital öll fyrirtæki þurfa að innleiða nýsköpun í vinnustaðamenninguna sína. Annars er hætta á að þau missi fljótt samkeppnishæfnina. Vísir/Anton Brink „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. Því já; Svo hröð verður tækniþróunin framundan að einfaldlega ekkert fyrirtæki mun fara varhluta af því. Að huga ekki að því hvernig nýsköpun verður hluti af vinnustaðamenningunni þýðir einfaldlega að fyrirtæki eru líkleg til að tapa samkeppnishæfni sinni. Ekki síst nú þegar gervigreindin er þegar að boða stórar breytingar.” Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um mikilvægi þess að fyrirtæki efli sig í nýsköpun. Breyttir tímar Davor starfar hjá Króatíska fyrirtækinu Resonate Digital, sem nú þegar hefur haslað sér völl á Íslandi og Atvinnulífið sagði meðal annars frá fyrir nokkrum árum síðan. Það viðtal má sjá hér að neðan. Í gær stóð Resonate Digital fyrir viðburði í Grósku, undir yfirskriftinni Enterprise Innovation en auk Davors voru með erindi Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Þórir Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Icelandair, Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, Paul Veaver VP Digital Design og Vilhjálmur Alvar Halldórsson, stjórnendaráðgjafi í stefnumótun og stafrænni umbreytingu. Davor segist viljandi hafa opnað erindið sitt með glæru sem sýnir glöggt, hversu hratt breytingar geta orðið í atvinnnulífinu ef fyrirtæki eru ekki sífellt á tánum. „Árið 1965 voru fyrirtæki sem töldust til þeirra 500 stærstu að meðaltali á S&P listanum í 33 ár. Í dag eru þau á listanum að meðaltali í 17 ár og ef þessi þróun heldur áfram má telja líklegt að fljótlega verði meðaltalið tíu ár. Það er þessi þróun sem gerir það að verkum að sérfræðingar eins og McKinsey spá því nú að innan tíu ára verði búið að skipta út um 40% af fyrirtækjunum sem við sjáum á listanum sem 500 stærstu fyrirtækin í dag.“ Sem er athyglisvert því þótt verið sé að tala um stærstu fyrirtækin í heimi, má vel ímynda sér að sambærilega þróun megi sjá á listum fyrir smærri samfélög. Til dæmis er oft vísað í listann yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi og hér gætum við því spurt: Munu 40% af fyrirtækjunum sem við sjáum á þeim lista nú, falla af listanum innan tíu ára? „Þetta er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Resonate Digital vildum standa fyrir þessum viðburði í Grósku og opna umræðuna.“ Hugarfarið og reynslan Davor segir oft vera hægt að sjá einkenni þeirra fyrirtækja sem hugsa hlutina til framtíðar og með því hugarfari sem nýsköpun kallar á. „Fyrirtæki sem vinna eingöngu að lausnum sem eiga að skila ávinningi strax eru þau fyrirtæki sem teljast „óþroskaðari“ í nýsköpunarviðhorfinu og þar af leiðandi líklegri til að hellast úr lestinni,“ segir Davor en bætir við: „Fyrirtæki sem teljast „þroskaðari“ í þessum efnum eru hins vegar þau fyrirtæki sem er eðlislægt að hugsa hlutina út frá stærri mynd og alltaf út frá því hvað sé besta lausnin fyrir viðskiptavininn.“ Eflaust telja flest fyrirtæki sig flokkast undir þau síðarnefndu en Davor segir það alls ekki vera svo. Því of oft er viðhorfið innan fyrirtækjanna þannig að stjórnendur og starfsfólk telur sig þekkja þarfirnar svo vel að þeim finnst þau vera fullfær um að ákveða sjálf hvernig standa eigi að frekari þróun eða umbótum.“ Á Íslandi starfar Resonate Digital meðal annars með fyrirtækjum eins og Festi, Elka, Abler, Yay!, Alda, Aurbjörg, Verna og fleiri. Allt fyrirtæki sem eru frekar framarlega þegar kemur að nýsköpun og tækniframförum. Telur þú kynslóðamun skipta máli: Eru yngri stjórnendur til dæmis líklegri til að efla nýsköpunarhugarfarið en þeir eldri? „Nei,“ svarar Davor að bragði. „Mín reynsla er frekar sú að þar skipti reynslan meira máli en aldurinn. Því margir stjórnendur hafa starfað á nokkrum stöðum og búa því yfir ákveðinni víðsýni og reynslu sem nýtist vel þegar kemur að því að efla nýsköpun. Þessir stjórnendur hafa mögulega ákveðið forskot fram yfir stjórnendur sem hafa unnið sig upp í starfi en starfað lengi á sama vinnustað.“ Davor segir sína reynslu ekki þá að yngri stjórnendur eigi endilega auðveldara með að innleiða nýsköpunarmenningu á sínum vinnustöðum. Hins vegar sé það lykilatriði að nýsköpun sé leidd af æðsta stjórnandanum; frá toppi og niður.Vísir/Anton Brink Æðsti stjórnandinn leiðir Devor segir samt heilt yfir margt vinna með íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að nýsköpun. Hér sé mikil gróska í nýsköpun og mjög einkennandi viðhorf að startup fyrirtæki og sprotar veigra sér ekkert við að hugsa stórt. „Hér ætla allir sem starfa í nýsköpun að sigra heiminn; Hugarfar sem strax eykur líkurnar á því að eitthvað geti fyrir alvöru gerst. Að sem flestir hugsi svona er af hinu góða þegar kemur að því að innleiða nýsköpun inn í fyrirtækjamenninguna þannig að það sé eðlilegur partur af starfseminni að hugsa í þróun og nýjum tækifærum.“ Davor talar um þetta sem „innovation cycle“ og segir að markmið viðburðarins í gær hafi meðal annars verið sá að heyra hvernig sumum fyrirtækjum er að takast nokkuð vel að byggja upp nýsköpunarmenningu með markvissri vinnu eða aðferðarfræði innanhús hjá sér. „Ein ástæðan fyrir því að við vildum opna þetta samtal var að heyra frá fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti í að innleiða nýsköpunarhugarfarið hjá sér.“ Það atriði sem Davor segir þó alltaf þurfa til þess að það sé hægt, er að æðstu stjórnendurnir þurfa að leiða verkefnið. Mín reynsla er sú að það verður að koma frá æðstu stjórnendum að ætlunin sé að innleiða nýsköpun á markvissan hátt eða nýsköpunarmenningu inn í fyrirtæki. Þetta er þannig umbreyting hjá fyrirtækjum að verkefnið fellur um sjálft sig ef það er ekki leitt áfram frá toppnum og niður.” Vinnustaðamenning Nýsköpun Tækni Stjórnun Tengdar fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Því já; Svo hröð verður tækniþróunin framundan að einfaldlega ekkert fyrirtæki mun fara varhluta af því. Að huga ekki að því hvernig nýsköpun verður hluti af vinnustaðamenningunni þýðir einfaldlega að fyrirtæki eru líkleg til að tapa samkeppnishæfni sinni. Ekki síst nú þegar gervigreindin er þegar að boða stórar breytingar.” Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um mikilvægi þess að fyrirtæki efli sig í nýsköpun. Breyttir tímar Davor starfar hjá Króatíska fyrirtækinu Resonate Digital, sem nú þegar hefur haslað sér völl á Íslandi og Atvinnulífið sagði meðal annars frá fyrir nokkrum árum síðan. Það viðtal má sjá hér að neðan. Í gær stóð Resonate Digital fyrir viðburði í Grósku, undir yfirskriftinni Enterprise Innovation en auk Davors voru með erindi Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Þórir Ólafsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Icelandair, Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, Paul Veaver VP Digital Design og Vilhjálmur Alvar Halldórsson, stjórnendaráðgjafi í stefnumótun og stafrænni umbreytingu. Davor segist viljandi hafa opnað erindið sitt með glæru sem sýnir glöggt, hversu hratt breytingar geta orðið í atvinnnulífinu ef fyrirtæki eru ekki sífellt á tánum. „Árið 1965 voru fyrirtæki sem töldust til þeirra 500 stærstu að meðaltali á S&P listanum í 33 ár. Í dag eru þau á listanum að meðaltali í 17 ár og ef þessi þróun heldur áfram má telja líklegt að fljótlega verði meðaltalið tíu ár. Það er þessi þróun sem gerir það að verkum að sérfræðingar eins og McKinsey spá því nú að innan tíu ára verði búið að skipta út um 40% af fyrirtækjunum sem við sjáum á listanum sem 500 stærstu fyrirtækin í dag.“ Sem er athyglisvert því þótt verið sé að tala um stærstu fyrirtækin í heimi, má vel ímynda sér að sambærilega þróun megi sjá á listum fyrir smærri samfélög. Til dæmis er oft vísað í listann yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi og hér gætum við því spurt: Munu 40% af fyrirtækjunum sem við sjáum á þeim lista nú, falla af listanum innan tíu ára? „Þetta er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Resonate Digital vildum standa fyrir þessum viðburði í Grósku og opna umræðuna.“ Hugarfarið og reynslan Davor segir oft vera hægt að sjá einkenni þeirra fyrirtækja sem hugsa hlutina til framtíðar og með því hugarfari sem nýsköpun kallar á. „Fyrirtæki sem vinna eingöngu að lausnum sem eiga að skila ávinningi strax eru þau fyrirtæki sem teljast „óþroskaðari“ í nýsköpunarviðhorfinu og þar af leiðandi líklegri til að hellast úr lestinni,“ segir Davor en bætir við: „Fyrirtæki sem teljast „þroskaðari“ í þessum efnum eru hins vegar þau fyrirtæki sem er eðlislægt að hugsa hlutina út frá stærri mynd og alltaf út frá því hvað sé besta lausnin fyrir viðskiptavininn.“ Eflaust telja flest fyrirtæki sig flokkast undir þau síðarnefndu en Davor segir það alls ekki vera svo. Því of oft er viðhorfið innan fyrirtækjanna þannig að stjórnendur og starfsfólk telur sig þekkja þarfirnar svo vel að þeim finnst þau vera fullfær um að ákveða sjálf hvernig standa eigi að frekari þróun eða umbótum.“ Á Íslandi starfar Resonate Digital meðal annars með fyrirtækjum eins og Festi, Elka, Abler, Yay!, Alda, Aurbjörg, Verna og fleiri. Allt fyrirtæki sem eru frekar framarlega þegar kemur að nýsköpun og tækniframförum. Telur þú kynslóðamun skipta máli: Eru yngri stjórnendur til dæmis líklegri til að efla nýsköpunarhugarfarið en þeir eldri? „Nei,“ svarar Davor að bragði. „Mín reynsla er frekar sú að þar skipti reynslan meira máli en aldurinn. Því margir stjórnendur hafa starfað á nokkrum stöðum og búa því yfir ákveðinni víðsýni og reynslu sem nýtist vel þegar kemur að því að efla nýsköpun. Þessir stjórnendur hafa mögulega ákveðið forskot fram yfir stjórnendur sem hafa unnið sig upp í starfi en starfað lengi á sama vinnustað.“ Davor segir sína reynslu ekki þá að yngri stjórnendur eigi endilega auðveldara með að innleiða nýsköpunarmenningu á sínum vinnustöðum. Hins vegar sé það lykilatriði að nýsköpun sé leidd af æðsta stjórnandanum; frá toppi og niður.Vísir/Anton Brink Æðsti stjórnandinn leiðir Devor segir samt heilt yfir margt vinna með íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að nýsköpun. Hér sé mikil gróska í nýsköpun og mjög einkennandi viðhorf að startup fyrirtæki og sprotar veigra sér ekkert við að hugsa stórt. „Hér ætla allir sem starfa í nýsköpun að sigra heiminn; Hugarfar sem strax eykur líkurnar á því að eitthvað geti fyrir alvöru gerst. Að sem flestir hugsi svona er af hinu góða þegar kemur að því að innleiða nýsköpun inn í fyrirtækjamenninguna þannig að það sé eðlilegur partur af starfseminni að hugsa í þróun og nýjum tækifærum.“ Davor talar um þetta sem „innovation cycle“ og segir að markmið viðburðarins í gær hafi meðal annars verið sá að heyra hvernig sumum fyrirtækjum er að takast nokkuð vel að byggja upp nýsköpunarmenningu með markvissri vinnu eða aðferðarfræði innanhús hjá sér. „Ein ástæðan fyrir því að við vildum opna þetta samtal var að heyra frá fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti í að innleiða nýsköpunarhugarfarið hjá sér.“ Það atriði sem Davor segir þó alltaf þurfa til þess að það sé hægt, er að æðstu stjórnendurnir þurfa að leiða verkefnið. Mín reynsla er sú að það verður að koma frá æðstu stjórnendum að ætlunin sé að innleiða nýsköpun á markvissan hátt eða nýsköpunarmenningu inn í fyrirtæki. Þetta er þannig umbreyting hjá fyrirtækjum að verkefnið fellur um sjálft sig ef það er ekki leitt áfram frá toppnum og niður.”
Vinnustaðamenning Nýsköpun Tækni Stjórnun Tengdar fréttir „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00
„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum „Það sem kemur mest á óvart er að stjórnendur eru ekki að nota gervigreind meira en starfsfólk. Það gildir bæði þegar spurt er um gervigreind og spunagreind. Rúmlega fimmtungur starfandi fólks segist hafa notað spunagreind oft á síðustu þremur mánuðum til að leysa vinnutengd verkefni, karlar í meira mæli en konur og ung fólk meira en eldra,“ segir Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup. 9. apríl 2025 07:01
Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu. 21. febrúar 2025 07:00