Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:59 Verkamenn skoða gatið sem íranskur dróni á vegum Rússa skildi eftir sig í steinhvelfingunni utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið. Vísir/EPA Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira