Leikstjórinn James Foley er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 09:18 James Foley leikstýrði þrettán kvikmyndum í fullri lengd á sínum tæplega fjörutíu ára ferli. Getty Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira