Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 10:25 Mason Mount skoraði tvívegis fyrir Manchester United gegn Athletic Bilbao í gær. getty/Visionhaus Manchester United og Tottenham mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á San Mamés í Bilbao 21. maí. Ensku liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í gær. United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52
Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50